is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25838

Titill: 
  • Námsefnisgerð, námsefni fyrir tannsmiði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í Kennslufræði verk- og starfsmenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2016. Meginviðfangsefni verkefnisins var að útbúa námsefni um sótthreinsun og vinnuumhverfi tannsmiðanemenda og tannsmiða í formi handbókar og vefsíðu. Þar að auki var skoðað hvort tannsmiðanemendur og tannsmiðir kjósa prentaða handbók, vefsíðu eða hvort tveggja. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðileg greinagerð um gerð námsefnisins og notagildi þess fyrir tannsmiðanemendur og tannsmiði. Farið er yfir gerð námsefnisins, gerð var verkgreining og að lokun voru notendaprófanir gerðar að bæta gæði þess. Til hliðsjónar voru fræðilegir þættir hafðir.
    Seinni hlutinn er frumgerð námsefnisins. Viðfangsefni þess er sótthreinsun og vinnuumhverfi tannsmiða. Við gerð námsefnisins var leitast við að nýta sem flesta möguleika til þess að gera efnið aðgengilegt og var útbúin bæði, handbók þar sem vísað er á ítarefni og vefsíða þar sem krækjur eru settar inn til þess að nálgast frekara efni og leiðbeiningar. Námsefnið inniheldur fræðilegt efni sem og verklegar leiðbeiningar um sótthreinsun og vinnuumhverfi.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð BEd.pdf839.7 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók tannsmiða.pdf829.81 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf119.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF