is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2584

Titill: 
 • SÍBS. Stefna og árangur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðar þessarar er starfsemi SÍBS, Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, út frá sjónarhóli skipulags og stjórnunar, og hagkvæmni og árangri.
  Tilefni ritgerðarinnar er í fyrsta lagi áhugi höfundar á samtökunum en foreldrar og kjörforeldrar hans voru berklasjúklingar. Faðir höfundar vann mestan hluta ævi sinnar á Reykjalundi og þá hefur kjörfaðir höfundar komið að ýmsum störfum fyrir samtökin. Í öðru lagi gegnir SÍBS og rekstrareiningar þess stóru hlutverki í heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Í þriðja lagi hefur höfundur gegnt formennsku í samtökunum frá október 2004, og í fjórða lagi hefur hann verið þátttakandi í því stefnumótunarferli og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á undanförnum árum.
  Í ritgerðinni er fjallað um SÍBS sem skipulagsheild og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Markmið rannsóknarinnar er að skoða skipulag SÍBS og þær breytingar sem gerðar hafa verið frá árinu 2004 og meta áhrif þeirra á rekstur og stefnu samtakanna. Sú aðferðarfræði sem notast var við í rannsókninni byggist á greiningu á fyrirliggjandi gögnum.
  Tilgangurinn og markmiðið með breyttu stjórnskipulagi var að auka skilvirkni og styrkja eftirlitshlutverk stjórnar, að ekki kæmi upp sú staða að einstaklingar lentu í því að hafa eftirlit með sjálfum sér. Áhrif þessara breytinga á menningu hefur ekki verið rannsökuð en á málstofum kom fram óánægja með að starfsfólk hefði fjarlægst ákvörðunartöku um stefnumál samtakanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að lög SÍBS ná ekki til allrar starfsemi samtakanna, að hagkvæmni og skilvirkni í rekstri hefur bæst til muna, að gæði þjónustu á Reykjalundi eru mikil, að veikleikar eru í rekstri Múlalundar og að stefna í félagsmálum er óljós. Þá hefur breytt stjórnskipulag leitt til aukinnar aðgreiningarhyggju milli stjórnar og framkvæmdastjóra.
  Í lok ritgerðar er fjallað um nauðsyn gagnrýninnar umræðu, stöðugrar stefnumótunar og áætlunargerðar, hlutverk sjúkratryggingarstofnunar varðandi kaup á þjónustu og aðferðum hagfræðinnar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns og aðlögun heilbrigðis- og velferðarkerfisins að nýjum veruleika.

Samþykkt: 
 • 12.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerdSIBS_2utg_fixed.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna