is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25843

Titill: 
  • Að fara úr leikskóla í grunnskóla : að hverju er að huga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skoða skilin á milli leik og grunnskóla með áherslu á flutning barna á milli skólastiganna. Saga leik- og grunnskóla er ólík þar sem upphaf leikskólanna má rekja til fyrstu dagheimilanna sem stofnuð voru 1924 og hugsuð sem félagslegt úrræði fyrir börn tekjulágra foreldra. Upphaf grunnskólanna er hins vegar rakið til ársins 1907 þegar sett voru lög um fræðsluskyldu barna og markmið skólanna var alltaf að börn yrðu læs og skrifandi. Þá hefur orðræðan líka verið ólík á milli skólastiganna þar sem í grunnskólanum er talað um nemendur, nám og kennslu en í leikskólanum er talað um börn og leik. Hugsanlegt er að þetta endurspegli að einhverju leyti muninn á milli stofnananna. Þónokkrar rannsóknir hafa verið unnar á flutningi barna á milli skólastiganna og hafa þær meðal annars varpað ljósi á mikilvægi samfellu í námi á milli skólastiganna, sem talin er hafa afgerandi áhrif á upplifun barna við skil skólastiganna. Einnig hefur gott samstarf og virk þátttaka foreldra í skólastarfi barna sinni mikið að segja um gengi þeirra í náminu og hernig til tekst við flutninginn á milli skólastiganna.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_HeiðrúnHarpa.pdf766.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HeiðrúnHarpa 001.jpg595.06 kBLokaðurYfirlýsingJPG