Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25847
Í þessari ritgerð er reynt að varpa ljósi á áfengisneyslu unglinga og opna umræðu um áfengi á heimilum. Leitast verður eftir að svara spurningunum (1) Hver eru viðhorf unglingaforeldra til áfengisneyslu unglinga og opinnar umræðu um áfengi á heimilum og (2) Hvert telja þau hlutverk sitt í slíkri umræðu?
Farið verður yfir fræðilegan bakgrunn um áfengisneyslu unglinga og opna umræðu á heimilum. Einnig voru tekin hálf opin viðtöl og fáum við að heyra raddir fjögurra einstaklinga sem eru að ala upp börn á aldrinum 9 til 26 ára þar sem við fáum innsýn í þeirra viðhorf og upplifun á opinni umræðu um áfengi á heimilum. Helstu niðurstöður voru að allir foreldrar töldu opna umræðu vera bestu forvörnina og að hún auki traust milli barns og foreldris. Titillinn er bein tilvísun úr viðtölunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HelgaKarolinaBALokaverkefni.pdf | 469,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Helga_Karlsdóttir.pdf | 510,85 kB | Lokaður | Yfirlýsing |