Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25850
Hugtakið jákvæður skólabragur hefur á síðustu árum orðið áberandi í skólamenningu grunnskóla og er m.a. lögð áhersla á hugtakið í Aðalnámskrá grunnskóla (2011). Hér verður leitast við að útskýra hvað felst í hugtakinu og litið til þess hvaða hlutverki hann gegnir, hvaða þættir skólastarfs stuðla að honum og í hvaða þáttum starfsins mætti efla hann. Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar eru hugtökin skólabragur, skólamenning og starfsandi skilgreind, en þessi hugtök eru gjarnan notuð á víxl í þessum efnum. Hlutverk kennara í tilstuðlan jákvæðs skólabrags verður skoðað og kynnt hvernig kennsluaðferðir samvinnunáms og nemendalýðræðis verka sem áhrifaríkir þættir í bættum skólabrag. Einnig verður litið til þess hvort skipulagt frístundastarf stuðli að sköpun jákvæðs skólabrags.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 379,94 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Jákvæður skólabragur .pdf | 290,75 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |