Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25852
Í ritgerð þessari er fjallað um hvernig skipulagðar tómstundir geta stutt við börn og ungmenni sem búa við heimilisofbeldi, með áherslu á seiglu því hún spilar stórt hlutverk þar. Leitast var eftir að kanna hvort og þá hvernig skipulagðar tómstundir gætu stutt við börn sem búa við heimilisofbeldi og hvort þær gætu ýtt undir seiglu. Heimilisofbeldi hefur slæm áhrif á börn sem búa við það hvort sem þau eru vitni að ofbeldinu eða því beint að þeim. Það búa allir yfir seiglu en samt sem áður mismikilli. Þrautseig börn eru talin komast í gegnum þessar erfiðu aðstæður og öðlast jákvæða aðlögun, og það gerist með samspili áhrifa verndandi og áhættuþátta í umhverfi barnsins. Skipulagðar tómstundir eru talin vera verndandi þáttur og þjóna miklum tilgangi fyrir börn sem búa við þessar aðstæður. Niðurstaðan er að skipulagaðar tómstundir styðja sannarlega við börn sem búa við heimilisofbeldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
001.jpg | 218.67 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
Hvernig geta skipulagðar tómstundir stutt við börn og ungmenni sem búa við heimilisofbeldi..pdf | 643.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |