is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25853

Titill: 
 • ,,Held að þetta sé mjög þægilegt því maður getur svolítið stjórnað sér sjálfur” : reynsla ungra kvenna af samræmingu móðurhlutverks og háskólanáms
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu kvenna af því að samræma háskólanám og móðurhlutverk. Í rannsókninni verður gengið útfrá sjónarhorni mótunarhyggju. Spurt er um: Hver er reynsla kvenna af því að vera mæður í háskólanámi? Hverjir eru helstu kostir og gallar samtvinnunar móðurhlutverks og háskólanáms? Hvernig stuðning fá mæður í háskólanámi?
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta konur á aldrinum 25 til 34 ára sem allar áttu það sameiginlegt að vera mæður í grunnnámi, í 25 einingum eða fleiri, í háskóla og áttu allar börn á leikskólaaldri eða yngri.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að almennt virðist ganga vel hjá mæðrunum að samræma móðurhlutverkið og háskólanámið. Mæðrunum fannst móðurhlutverkið mikilvægt þar sem þær reyndu ávalt að setja börnin sín fyrsta sæti og fannst tíminn með börnunum dýrmætur. Niðurstöður sýna einnig að mæðurnar telja sveigjanleika háskólanáms henti þeim vel sem mæðrum þar sem tímastjórnum er að miklu leyti í þeirra eigin höndum en gott skipulag og góð nýting tímans er þá mikilvæg. Mæðurnar upplifðu þó ýmsar áskoranir. Þessar áskoranir tengdust fjárhagsáhyggjum, togstreitu milli hlutverka sem og tilfinningalegt álag einkum á álagstímum í náminu en þá fundu þær gjarnan fyrir samviskubiti vegna fjarveru. Ein af forsendum þess að geta stundað nám að sögn mæðranna var fyrst og fremst stuðningur frá maka, fjölskyldu sem og skólasamfélaginu til að samræmingin gengi farsællega.
  Fáar rannsóknir eru til um þetta tiltekna viðfangsefni, því er hægt að segja að niðurstöður úr rannsókn okkar hafi nýsköpunargildi og sé mikilvæg þar sem sókn kvenna í háskóla hérlendis er mikil.

Samþykkt: 
 • 30.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samræming móðurhlutverks og háskólanáms; Reynsla ungra kvenna .pdf721.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_20160506_0001 (1).pdf429.92 kBLokaðurYfirlýsing PDF