is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25854

Titill: 
  • Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt meðhöndlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er fræðileg umfjöllun um Osgood Schlatter álagsmeiðsl. Þeir sem greinast með Osgood Schlatter eru á aldrinu 10-15 ára og æfa íþróttir í ríkari mæli. Einkennin er rétt fyrir neðan hné og myndast í sköflungshrjónu (tibial tuberosity) (Czyrny, 2010). Meiðslin eru algengt vandamál hjá börnum og hefur verið rannsakað töluvert erlendis en eins og er þá er lítið til af íslensku efni. Um 20% barna sem stunda íþróttir greinast með Osgood Schlatter á meðan aðeins 4,5% barna greinast sem stunda ekki reglulega hreyfingu (Halilbasic o.fl., 2012; Kujala, Kvist og Heinonen, 1985). Í flestum tilfellum læknast meiðslin af sjálfu sér þegar vaxtarskeiði lýkur en í 10% tilfella þurfa einstaklingar að gangast undir skurðaðgerð. Markmiðið með verkefninu er að reyna varpa ljósi á Osgood Schlatter og alvarleika meiðslana. Verkefnið er hugsað sem fræðsluefni fyrir foreldra og þjálfara til að gera þau meðvitaðri um einkennin. Góður þekkingargrunnur um fyrirbyggjandi áhrif og rétta meðhöndlun getur bætt líðan barna, stuðlað að heilbrigðu vaxtarferli á unglingsárum og minnkað líkur á Osgood Schlatter.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fyrirbyggjandi þættir fyrir Osgood Schlatter og rétt meðhöndlun.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf242.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF