is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25856

Titill: 
 • Tengslamyndun og jafnrétti foreldra í fæðingarorlofi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmiðið ritgerðarinnar er að opna umræðu um hversu mikilvægt það er fyrir foreldra að nýta fæðingarorlofið til að tengjast nýfædda barninu sínu. Í ritgerð er leitast eftir að svara þremur rannsóknarspurningum. Hvers vegna tengslamyndun ungabarns við foreldra sína mikilvægt? Hvaða leiðir virðast gagnast foreldrum vel til að skapa góð tengsl við nýfædd börn sín? Hvernig gagnast fæðingarorlofið nýbökuðum feðrum og mæðrum hér á landi til að mynda tengsl við nýfætt barnið sitt?
  Svara er leitað með því að rýna í fræðileg skrif um tengslamyndun foreldra ungra barna við börn sín. Stuðst er við tengslakenningar og nýrri rannsóknir sem hafa varpað nýju ljósi á mikilvægi föður og áhrifa ytri þátta á tengslamyndun foreldra og barna. Einnig er athugað hvernig fæðingarorlofslöggjöfin hér á landi ýtir undir samskipti ferða og mæðra við ung börn sín í orði og verki. Megin markmið löggjafarinar er að tryggja að börn fái að njóta umönnunar beggja foreldra og að feður og mæður fái jöfn tækifæri til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
  Helstu niðurstöður eru að tengsalmyndun beggja foreldra við ung börn sín eru undirstaða velferðar barnanna. Markmið fæðingarorlofslöggjafarinnar hefur hins vegar ekki skilað því jafnrétti sem búist var við hvorki í umönnun barnanna né atvinnuþátttöku foreldranna. Feður verða fyrir meiri hindrunum þegar kemur að því að taka fæðingarolof, þá sértaklega vegna tekna og viðhorfa í samfélaginu. En sýndu rannsóknir að lengd fæðingarorlofsins sem feður tóku var eitt af lykilatriðum til að mynda snemma náin tengsl við barn sitt. Því miður virðast börn og foreldrar tapa á því fyrirkomulagi sem skapast hefur um skiptingu fæðingarorlofs á milli foreldra.
  Niðurstöður ritgerðarinnar geta gagnast foreldrum sem eru að fara í fæðingarorlof og varpað ljósi á mikilvægi þess að feður nýti sér rétt sinn til fæðingarorlofs.

Samþykkt: 
 • 30.8.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð.pdf412.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemma.jpg114.18 kBLokaðuryfirlýsingJPG