is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25858

Titill: 
  • Þjónandi leiðsögn : viðhorf reynslumikilla þroskaþjálfa í búsetuþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni beinir sjónum að gagnsemi hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar fyrir störf þroskaþjálfa á vettvangi búsetuþjónustu. Í því skyni er varpað ljósi á þróun búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk og um leið faglega ábyrgð þroskaþjálfa þar að lútandi. Til að leita svara við spurningum mínum hef ég tekið viðtöl við fjóra þroskaþjálfa sem allir starfa í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk og búa yfir langri reynslu á þeim vettvangi.
    Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að varpa ljósi á stöðu, hlutverk og helstu áskoranir þroskaþjálfa í búsetuþjónustu og hins vegar er skoðað hvernig hugmyndafræðin um þjónandi leiðsögn getur styrkt þjónustu fagstéttarinnar á heimilum fatlaðs fólks. Til þess að öðlast betur skilning á stöðu mála skoða ég lagalegt umhverfi þjónustunnar og rýni í hlutverk þroskaþjálfa á vettvangi. Seinni hluti verkefnisins er eigindleg rannsókn þar sem tekin eru viðtöl við þroskaþjálfa sem starfa innan búsetuþjónustunnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að sérfræðiþekking þroskaþjálfa þar sem réttindabarátta og virðing fyrir mannhelgi eru lykilatriði styðja vel við hugmyndafræðina um þjónandi leiðsögn í búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Rannsóknin gefur til kynna að hugmyndafræðin um þjónandi leiðsögn þar sem þungamiðjan er þátttaka í lífi annarra og samskipti snúast um að skapa traust og jákvæð tengsl er í takt við þau hugmyndafræðilegu sjónarmið er leiða faglegt starf á heimilum fatlaðs fólks í dag.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.02 MBLokaður til...01.05.2136GreinargerðPDF
Yfirlýsing.pdf67.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF