is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25859

Titill: 
  • Hvað stendur fötluðum ungmennum til boða yfir sumartímann af atvinnu og tómstundum?
Skilað: 
  • Maí 2016
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að kanna hvað stendur fötluðum ungmennum á aldrinum 14-18 ára til boða yfir sumartíman, af atvinnu og tómstundum út frá fjórum sveitarfélögum á Íslandi. Til að varpa ljósi á viðfangsefnið var spurningalisti sendur til þeirra sem sjá um málefni fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð, á Ísafirði, á Fljótsdalshéraði og í Grindavík. Tilgangur verkefnisins er ekki að gagnrýna þau sveitarfélög sem bjóða upp á fá möguleika fyrir fötluð ungmenni og hampa þeim sem bjóða upp á mikið úrval. Tilgangurinn er eingöngu að kanna hvað er í boði í hverju sveitarfélagi og hvort fötluð ungmenni hafi val um atvinnu og afþreyingu á við önnur börn. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á hugmyndafræði um eðlilegt líf og samfélagsþátttöku, mannréttindi, mismunandi skilning á fötlun og umfjöllun um mikilvægi þess að stunda atvinnu og tómstundir. Jafnframt er fjallað um lög og reglugerðir um réttindi fatlaðs fólks.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að öll sveitarfélögin hafi reynt að gera sitt besta í að útvega fötluðum ungmennum vinnu yfir sumartímann. Hins vegar var misjafnt eftir sveitarfélögum hversu fjölbreytt tómstundastarf var í boði. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þarf víða að bæta aðgengi að vinnu og afþreyingu fyrir fötluð ungmenni.
    Lykilhugtök: Fötlun, ungmenni, tómstundir, hreyfing, atvinna, Dalvíkurbyggð, Ísafjörður, Grindavík, Fljótsdalshérað.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað stendur fötluðum ungmennum til boða yfir sumartímann af atvinnu og tómstundum.pdf657.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ingibjorg_skemman.jpg1.16 MBLokaðurYfirlýsingJPEG