Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2586
Í ritgerð þessari er fjallað um aðferðir við reikningshald þeirra samtaka sem starfa án hagnaðarmarkmiðs. Lögð er sérstök áhersla á þá starfsemi sem rekin er á grundvelli sjálfboðastarfs og þiggur fjárframlög frá almenningi og/eða hinu opinbera.
Þær reikningsskilaaðferðir sem notast hefur verið við hér á landi taka hvorki nægjanlega vel til þessarar tegundar skipulagsheilda né er talið að IFRS staðlarnir séu nægjanlega upplýsandi fyrir starfsemina. Með það í huga hefur verið leitast við að skoða þá staðla sem hafa verið innleiddir í Bandaríkjunum og þá hvernig þeir taka á þáttum eins og kostnaði, framlagi og eigin fé samtakanna. Þá er þeirri spurningu velt upp hvort sjálfboðaliðaþátturinn eigi heima í fjárhagsbókhaldinu með tilliti til mikilvægi hans í starfseminni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd_fixed.pdf | 293.83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |