Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25861
Það hafa ekki margir fjallað um það hérlendis að nýta tölvuleik sem kennslugagn. Þrátt fyrir það hefur tölvuleikurinn Civilization verið notaður í nágrannalöndum okkar sem kennslugagn. Gerð hefur verið rannsókn á hve vel eldri gerð af leiknum hentar til þess að kenna sögu. Viðfangsefnið í þessu lokaverkefni er að nýta tölvuleikinn Civilization 5 til þess að gera kennsluefni sem tengist inn í sögukennslu. Sjónum er sérstaklega beint að samfélagsfræði er skoðað vegna þess að saga er ein af þeim greinum sem mynda samfélagsfræði því að saga er ein af þeim námsgreinum sem eru innan samfélagsfræði. Því næst eru tölvuleikir skilgreindir og fjallað um flokka þeirra. Þá er umfjöllun um tölvuleiki í menntun og hvaða nám fæst með því að spila tölvuleiki. Eftir það eru tölvuleikir tengdir inn í sögukennslu og þar sem fjallað er um Civilization í kennslu. Þar var skoðuð rannsókn þar sem leikurinn var notaður til kennslu á sögu. Þegar tekið er mið af fyrri rannsókn og þeim aðferðum sem nýta á við kennslu er niðurstaðan sú að hægt er að nýta tölvuleikinn sem kennslugagn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sögukennsla með tölvuleik.pdf | 366.47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Heimasíða lokaverkefnis.pdf | 11.43 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 282.34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |
Athugsemd: Fylgisskjal eru myndir af heimasíðunni sem fylgir greinargerð. Þar sem eðli heimasíðna er þannig þá getur það skjal breyst með tímanum eða höfundur gerir breytingar sem honum finnst nauðsynlegar. Vefslóð heimasíðu er http://sogukennslamedtolvuleik.weebly.com.