Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25862
Þetta BA verkefni er heimildaritgerð þar sem áður birtar heimildir eru notaðar til þess að komast að niðurstöðu. Leitast er eftir því að svara rannsóknarspurningunni „hvernig er hægt að notast við smáforrit í íþróttanámi við starfsbrautir fjölbrautaskóla?“. Rannsóknarspurningin kemur til vegna þróunar í kennsluháttum þar sem snjalltækni er notuð í auknum mæli. Tæknin býður upp á ýmsa möguleika og langaði höfund að kanna möguleika á notkun hennar í íþróttanámi nemenda innan starfsbrauta með það að markmiði að hafa kennsluna einstaklingsmiðaða líkt og markmið starfsbrauta segja til um. Fjallað verður um fræðilegt sjónarhorn á fötlun, valdeflingu, starfsbrautir og nemendur sem sækja þar nám, íþróttanám á starfsbrautum, ráðlagða hreyfingu og líkamlega stöðu fatlaðra skólabarna á Íslandi, snjalltæki til kennslu og loks verður fjallað um nokkur forrit og vefsíður sem geta nýst til íþróttanáms. Möguleikar þessara forrita og síðna voru könnuð með það í huga hvernig þau gætu nýst í íþróttanámi innan starfsbrauta. Niðurstaða er á þann veg að hægt sé að notast við smáforrit og vefsíður með hjálp snjalltækja sem tól til þess að einstaklingsmiða íþróttanám innan starfsbrauta landsins. Einstaklingsmiðað íþróttanám mun gera fagfólki innan starfsbrauta kleift að koma á móts við þarfir og áhugasvið nemenda og styðja þar með heilsueflingu þeirra með árangursríkum hætti. Að auki er þessi þróun líkleg til þess að efla sjálfstæði nemenda og hafa jákvæðar breytingar á lífsgæði þeirra til lengri tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - Jón Kristinn Pétursson.pdf | 1,18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðhöndlun lokaverkefnis - Jón Kristinn Pétursson.pdf | 204,32 kB | Lokaður | Yfirlýsing um meðhöndlun |