is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25863

Titill: 
  • Tvítyngdir í leik : leikjabanki fyrir kennslu tvítyngdra barna ásamt greinargerð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Tvítyngdir í leik“ er lokaverkefni til B.Ed. – gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið inniheldur leikjabanka fyrir kennslu tvítyngdra barna og fræðilega greinargerð. Markmið verkefnisins var einfaldlega að auðvelda kennslu tvítyngdra barna gegnum leik. Leikjabankinn er í tölvutæku formi og hægt að finna hann undir vefsíðunni http://leikjabankinn.wix.com/leikjabankinn en þar er að finna hina ýmsu leiki sem sérstaklega eru hugsaðir fyrir alla þá sem koma að kennslu tvítyngdra barna og hægt er að nota þá óbreytta. Leikirnir eru ætlaðir fyrir nemendur á öllum stigum grunnskóla.
    Í greinargerðinni er settur fram fræðilegur stuðningur fyrir notkun skapandi kennsluhátta við kennslu tvítyngdra barna. Ásamt því að segja almennt frá tvítyngi og notkun leiklistar í ljósi aðalnámskrár grunnskóla er greint frá kenningum helstu fræðimanna á þessu sviði. Að lokum er fjallað um leikjabankann sjálfan.
    Tvítyngdum nemendum fjölgar í íslensku skólakerfi og það er skoðun höfunda að gríðarlega mikilvægt er að mæta þörfum þeirra á ásættanlegan hátt með viðeigandi námsefni og kennsluaðferðum. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að skapandi kennsluhættir henta einkar vel við kennslu þessara nemenda og ákváðu höfundar því að útbúa leikjabanka þar sem má finna hina ýmsu leiki, bæði bóklega og verklega.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tvítyngdir í leik Lokaskil.pdf672.51 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Tvítyngdir í leik fylgiskjal Lokaskil.pdf377.08 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
karen_yfirlýsing lokaskil.pdf277.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Greinargerðinni fylgir fylgiskjal með upplýsingum um vefsíðu