is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25865

Titill: 
  • Sjálfræði í lífi fatlaðra barna og ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er 14 ECTS eininga lokaverkefni til BA- gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Um er að ræða heimildaritgerð um sjálfræði í lífi fatlaðra barna og ungmenna. Fjallað er um sjálfræði út frá kenningum um aðstæðubundið sjálfræði. Fjallað er um fötlun út frá félagslegu sjónarhorni en einnig er skoðað læknisfræðilega sjónarhornið, hvernig það er frábrugðið hinu félagslega og hver áhrifin eru fyrir fatlaða einstaklinga þegar horft er á fötlun út frá læknisfræðilegri sýn. Rannsóknarspurningin sem stuðst var við spyr „með hvaða hætti birtist skerðing á sjálfræði í lífi fatlaðra barna og ungmenna og hvaða áhrif hefur það á á þróun sjálfsmyndar og gildismats ?“
    Helstu niðurstöður benda til þess að skerðing á sjálfræði birtist á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með skertu valfrelsi og skort á tækifærum til náms og tómstunda, í öðru lagi er það með samfélagslegri stimplun og jaðarsetningu og í þriðja lagi með forræðishyggju fagfólks.
    Þessir þættir leiða meðal annars til þess að fötluð börn og ungmenni upplifa sig getuminni en þau í raun og veru eru. Þetta verður meðal annars til þess að þau þróa síður með sér mikilvæga hæfni og færni vegna þess að þau setja sér markmið sem eru ekki í samræmi við getu.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.Katrin Bjarkadottir.pdf739.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
13241691_10154284419557048_1019544781_o.jpg51.29 kBLokaðurYfirlýsingJPG