is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25869

Titill: 
  • ,,Þau eru ekkert að spá í að vera tilbúin fyrir samkynhneigt par'' : reynsla samkynhneigðra foreldra af leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni höfundar til BA-prófs í Uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Tilgangur verkefnis er að fá sýn á reynslu samkynhneigðra foreldra af leikskólum barna sinna. Tekin voru fjögur viðtöl við fjögur samkynhneigð pör með barn/börn. Tvö af pörunum voru karlkyns og tvö kvenkyns. Í viðtalinu var rætt um viðhorf þeirra til leikskóla, stofnanabundinna fordóma og gagnkynhneigðarhyggju (heterosexisma), ásamt því að því er velt upp hvaða fræðslu börnin þeirra fá á leikskólanum um ólík fjölskylduform. Viðtölin voru afrituð og þemagreind en þau þemu sem komu í ljós voru; fáfræði en góðar móttökur, fordómar og erfiðar spurningar, fræðsla og væntingar. Niðurstöður sýndu meðal annars að mikilvægt er að starfsmenn leikskóla fái viðeigandi fræðslu til þess að jafnt sé komið fram við alla óháð fjölskylduformi. Jafnframt kom í ljós að öllum starfsmönnum ætti að vera skylt að fræða börn um ólík fjölskylduform, hvort sem börn samkynhneigðra séu á leikskólanum eður ei. Einnig sýna niðurstöður að leikskólar eru komnir mislangt með að móta stefnu og framfylgja henni, þegar kemur að fjölmenningu og ólíkum fjölskylduformum. Áhugavert er að sjá að viðmælendur í rannsókninni telja sig hafa upplifað litla sem enga fordóma, hvorki frá samfélaginu né leikskólum barna sinna. Hins vegar telja þeir að mikið sé um fáfræði og almennt þekkingarleysi í garð samkynhneigðar.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrin Bjarney Hauksdottir - BA.pdf624.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf465.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF