is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2587

Titill: 
 • Ímynd sveitarfélaga: Rannsókn á ímynd sex sveitarfélaga á meðal háskólanema á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrri rannsóknir á íslenska sveitarstjórnarstiginu hafa leitt í ljós að samkeppni íslenskra sveitarfélaga um íbúa er almennt ekki mikil að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Kröfur um árangur sveitarfélaga eru miklar en ótal skoðanir eru uppi á meðal sveitastjórnarmanna um hvernig best sé að meta árangurinn. Því hefur verið haldið fram að nóg sé fyrir staði, þar með talin sveitarfélög, að fylgjast með breytingu á ímynd sinni. Ein helsta áskorun stjórnenda staða/borga er að vinna eftir ímynd sem er samhljóma á milli mismunandi markhópa og ólíkra geira. Vörumerkjastjórnun þykir góð leið er kemur að ímyndarstjórnun staða. Vörumerki eykur þekkingu á einstökum eiginleikum staða, aðgreinir þá frá hver öðrum og gerir þá eftirsóknarverða hjá markhópnum.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvort háskólanemar á Íslandi eða „framtíðaríbúar” sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarnesbæjar sjái sveitarfélögin sem aðgreind markaðssvæði eða aðeins sem úthverfi af Reykjavík. Rannsakandi ákvað því að hanna rannsókn til að finna út ímynd sveitarfélaganna sex á meðal háskólanema ásamt því að finna út framtíðaróskir þeirra um búsetu, skoðanir þeirra á sameiningu sveitar-félaganna og mikilvægum þáttum í starfsemi sveitarfélaganna.
  Rannsakandi notaðist við megindlega og eigindlega aðferðafræði í rannsókn sinni en helstu niðurstöður voru fengnar með notkun vörukorts.
  Niðurstöður leiddu í ljós að það eru tengsl á milli þess hvar fólk býr og hvar það vill búa í framtíðinni og íbúar stærri sveitarfélaganna eru hlynntari sameiningu en íbúar minni sveitarfélaganna. Niðurstöður vörukortsins voru þær að háskólanemar á Íslandi sjá sveitarfélögin Hafnafjörð og Reykjanesbæ á andstæðum póli við sveitarfélagið Garðabæ út frá fasteignaverði og ríkidæmi. Það sama má segja um Kópavog og Mosfellsbæ en andstæða þeirra liggur í gamaldags og nútímalegum stjórnunarháttum og umhverfinu. Seltjarnarnesbær þykir hinsvegar vera eitt af úthverfum Reykjavíkur.
  Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru einsleitur hópur þátttakenda og lítil dreifing svara milli sveitarfélaga.

Samþykkt: 
 • 12.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elfa_fixed.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna