Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25871
Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræðum við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Verkefnið er tvíþætt.
Annars vegar er greinargerð þar sem farið er yfir kenningar fræðimannanna Dewey og Vygotsky um nám og þroska barna og forhugmyndir útskýrðar. Hugtökin útikennsla og útinám eru skilgreind og rætt er um mikilvægi og gildi útikennslu, einnig er rætt um hlutverk og undirbúning kennarans fyrir útikennslu.
Hinsvegar er verkefnasafn sem inniheldur tíu útikennsluverkefni í náttúrufræði að vetri til, þar sem Fossvogsdalurinn og skógræktarsvæðið þar er nýtt sem vettvangur verkefnanna. Verkefnin henta einna helst börnum á miðstigi þótt hægt sé að aðlaga þau að öðrum stigum.
Tilgangur þessa verkefnis er að sýna hvernig hægt sé að nýta útikennslu að vetri til í náttúrufræði í Fossvogsdal og skógræktarsvæðinu þar í kring. Vonast ég til að verkefnið hvetji kennara til þess að kynna sér hvaða möguleika útikennsla hefur upp á að bjóða og er hverjum sem er frjálst að nota verkefnin að vild með leyfi höfundar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lærum úti í frostinu B.ed. ritgerð í grunnskólakennarafræði lokaútgáfa.pdf | 1,6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing vegna lokaverkefnis.pdf | 124,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |