is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25874

Titill: 
  • ,,Fyrir þau sjálf, meiri orku, meiri líkamsmeðvitund, meira öryggi og sjálfstraust" : áhrif skipulagðrar hreyfingar á lífsgæði barna með sérþarfir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er skoðuð sýn bæði þjálfara og foreldra á mikilvægi hreyfingar fyrir börn með sérþarfir. Notum við eigindlegar rannsóknar aðferðir og tekin voru viðtöl við sex viðmælendur, bæði þjálfara hjá almennu og sérhæfðu íþróttafélagi sem og foreldra barna með sérþarfir sem stunda íþróttir. Markmið rannsóknarinnar er að sjá hvað sé talið vera mikilvægir ávinningar skipulagðrar hreyfingar.
    Niðurstöður okkar benda til þess að hreyfing stuðli að auknu sjálfstrausti sem og aukinni félagsfærni. Viðmælendur telja þessa ávinninga mikilvæga og að þeir myndu aðstoða börnin, ekki einungis á íþróttavettvangi heldur einnig í daglegu lífi. Viðmælendur nefna einnig hversu mikilvægt það er fyrir íþróttaiðkun barna þeirra að hafa góðan þjálfara sem virðir þarfir hvers og eins, og veitir góðan stuðning við börnin á æfingu.
    Við teljum að niðurstöður þessar sýni fram á mikilvægi íþrótta fyrir öll börn. Það er lítil umræða í samfélaginu um hversu mikilvæg hreyfing er fyrir börn með sérþarfir og því vonumst við til að með þessari rannsókn okkar opnist umræðan meira. Enn fremur vonumst við til þess að þessar niðurstöður verði hvatning fyrir foreldra til þess að hvetja börn sín áfram í íþróttum.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Lokaskjal1.pdf751.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-undirrituð.pdf309.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF