is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25876

Titill: 
  • „Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn“ : rannsókn á vettvangi ungmennahúsa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að fá dýpri skilning á hugtakinu ungmennahús og starfseminni sem þar fer fram. Einnig var tilgangurinn að skapa umræðu um starfsemi ungmennahúsa. Rannsakendur fengu innsýn í starfsemi ungmennahúsa á höfuðborgarsvæðinu með því að ræða við stjórnendur nokkurra slíkra. Kannað var hvað fer fram í ungmennahúsum og hver framtíð þeirra er. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á umfjöllun um tómstundir, ungmennahús og ungmenni. Rannsóknin var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við sex stjórnendur ungmennahúsa. Viðtölin voru greind og niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsemi ungmennahúsa gangi að mörgu leyti vel, mikið af verkefnum séu í gangi og þónokkur fjöldi samfélagsþegna njóti góðs af starfsemi þeirra. Hinsvegar sé starfsumhverfið erfitt sökum mikils fjárhagslegs óstöðugleika. Eins og staðan er í dag munu mörg ungmennahús ekki halda út, breytinga er þörf ef starfsemin á ekki að líða undir lok.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn“ Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa.pdf767.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hafsteinn_Yfirlýsing um lokaverkefni fyrir Skemmu.pdf38.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF