is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25877

Titill: 
  • Skjárinn og barnið : áhrif skjánotkunar á ung börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skjátæki eru orðin stór hluti af tilveru barna, en þekking um áhrif af notkun slíkra tækja er enn af skornum skammti. Ritgerð þessi fjallar um áhrif og afleiðingar af skjánotkun ungra barna á andlegan, félagslegan og líkamlegan þroska. Um er að ræða heimildaritgerð þar sem notast var við fræðilegar heimildir að mestu. Börn þroskast mjög hratt fyrstu ævi árin, í ritgerðinni er fjallað um mál-, vitsmuna-, félags- og hreyfiþroska og margvísleg áhrif af skjátækjanotkun á mismunandi þroskaþætti. Niðurstöður sýndu að það eru mestar líkur á skaðlegum afleiðingum af sjónvarpsáhorfi hjá börnum undir tveggja ára. Barnið getur misst af mikilvægum tíma í að uppgöta heiminn og minni tími fer í að tengjast foreldrunum ef skjánotkun er úr hófi. Mælt er með því að börnum undir tveggja ára sé alfarið haldið frá skjátækjum og að börn á aldrinum tveggja til fimm ára noti slík tæki í hámark eina til tvær klukkustundir á dag. Skjátækjanotkun ungra barna getur haft góðar afleiðingar og þá sérstaklega þegar barn er komið á leikskólaaldur og ef um fræðslumiðað barnaefni er að ræða. Til dæmis má nefna jákvæð áhrif á félags- og vitsmunaþroska. Mikilvægt er að huga að líkamsstöðu barnanna við notkun skjátækja. Einnig má nefna að notkun skjátækja að kvöldi til getur haft slæm áhrif á svefn barna og notkun í óhófi getur jafnvel stuðlað að ofþyngd. Það er því mikilvægt að auka fræðslu fyrir foreldra og aðra uppalendur. Foreldrar þurfa að setja skýr mörk þegar kemur að skjánotkun barna sinna og halda henni í lágmarki.

Samþykkt: 
  • 31.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf52.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Skjárinn og barnið, LaufeyH.pdf959.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna