is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25881

Titill: 
 • Klækir og kvennaráð – kalla fram hetjudáð: Hugleiðingar um stöðu kvenna í Njálu, Laxdælu og Eyrbyggju
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lögð fram sem meistaraverkefni í íslenskum fræðum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, unnin undir leiðsögn dr. Ásdísar Egilsdóttur. Í ritgerðinni er fjallað um birtingarmyndir kvenna í Brennu-Njáls sögu, Laxdæla sögu og Eyrbyggja sögu og þá samfélagsmynd sem ríkir bæði á ritunartíma og sögutíma sagnanna. Sýnt er fram á að þótt sögurnar séu karlasögur og fjalli að miklu leyti um karlmennskuímyndir og valdabaráttu, þá lita kvenpersónur ekki síður sögurnar og áhrifa þeirra gætir víða. Þær eru margar í aukahlutverkum í sögunum en þó eru þær örlagavaldar mikilla atburða og byggja krafta sína á kænsku, töfrum og fjölkynngi.
  Byrjað er á því að draga upp mynd af íslensku samfélagi á söguöld til að gera grein fyrir því hver réttur kvenna hafi verið samkvæmt þeim reglum og lögum sem giltu þá. Ýmsir fræðimenn hafa rannsakað þetta efni og rýnt verður í kenningar þeirra auk þess sem litið verður í lagabókstaf Grágásar.
  Stuðst er við kenningar Pierre Bourdieus til að sjá hvaða möguleika kvenpersónur sagnanna hafa haft til að ná völdum í sínu félagslega rými. Þar sem þær áttu fæstar kost á því að eignast þær tegundir auðmagns sem nauðsynlegt var til valda í miðaldaþjóðfélagi er því velt upp hvernig þær náðu að koma málum sínum á framfæri.
  Erfitt er að greina stöðu kvennanna án þess að draga upp mynd af karlmennskuhlutverkinu og því er einnig fjallað um birtingarmyndir karla í sögunum. Þeir eru óneitanlega valdamiklir, glæstir og göfugmannlegir en barátta þeirra við að halda ímynd sinni er þó hörð og í hverju horni blasir við hætta á að vera líkt við veikara kynið og glata þannig stöðu sinni. Litið er á kenningar ýmissa fræðimanna um karlmennsku og kynjafræði til að skynja betur viðhorf fólks til stöðu kynjanna á þjóðveldisöld.
  Sögutími sagnanna er svipaður þótt Laxdæla og Eyrbyggja spanni lengri tíma en Njála. Stuttlega er fjallað um sögurnar og þátturinn um trúskipti er skoðaður í þeim öllum, auk afstöðu höfundanna til kvenna sem er ærið misjöfn.
  Í lokin verður litið í bækur þriggja áhugamanna sem tjá skoðanir sínar á kvenhlutverkum sagnanna á annan og nýstárlegri hátt en flestir fræðimenn gera.

Samþykkt: 
 • 1.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Dungal.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
gp_2016-08-31_08-27-53.pdf335.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF