is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25883

Titill: 
  • Hvað einkennir árangursríkt lestrarátak? : um áherslur í danska lestrarátakinu Læselyst og íslenska átakinu Þjóðarsáttmáli um læsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það að vera læs er forsenda þess að einstaklingur geti nýtt hæfileika sína til fulls í því nútímasamfélagi sem við búum í. Áhyggjur af minnkandi bóklestri barna ásamt þeim neikvæðu afleiðingum sem það hefur í för með sér, meðal annars á lesskilning, er meginástæða þess að lestrarátak er sett af stað. Meginmarkmið lestrarátaka er því að efla læsi en unnt er að fara ólíkar leiðir að því markmiði. Mikilvægt er að þeir sem koma að lestrarátaki geri sér grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á eflingu læsis svo að sú vinna verði markviss og þannig vænleg til árangurs. Í þessari ritgerð er leitast við að greina hvaða áhersluþættir eru líklegir til þess að leiða til árangursríks lestrarátaks. Því voru borin saman danska lestrarátakið „Læselyst“ sem hefur verið árangursmetið og yfirstandandi lestrarátak Mennta- og menningarmálaráðuneytis „Þjóðarsáttmáli um læsi“. Í samanburðinum er stuðst við rannsóknir á lestraránægju ásamt rannsóknum á innri og ytri áhugahvöt við greiningu áhersluþátta lestrarátakanna. Þar að auki var gerð tilraun til að spá fyrir um árangur „Þjóðarsáttmála um læsi“ í ljósi þessa samanburðar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að lestraránægja sé nauðsynlegur þáttur í eflingu læsis og því mikilvægt að lestrarátök snúist að miklu leyti um eflingu hennar. Erfitt er að greina áherslu á lestraránægju innan „Þjóðarsáttmála um læsi“ en mikilvægt er að hafa í huga að átakið er nýfarið af stað og því erfitt að sjá fyrir allar þær leiðir sem þar verða farnar.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_tilbuid_margret.pdf715.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
rafræn yfirlýsing_margret_Halldórsdóttir.pdf94.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF