Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25886
Ritgerðin fjallar um kynfræðslu og mikilvægi hennar. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hversu mikilvægt það er að skapa opna umræðu um kynfræðslu í grunnskólum, sýna fram á hvað það er sem er mikilvægt að fræða um og hvaða leiðir er hægt að fara til að koma efninu sem best til skila til nemenda. Tekið verður fyrir stefnumörkun yfirvalda á Íslandi, hvaða viðfangsefni í fræðslunni er mikilvægt að taka fyrir og hvaða leiðir séu vænlegastar í þessari fræðslu. Ritgerðin er heimildarritgerð og fengnar voru upplýsingar úr heimildum frá aðilum sem hafa látið sig málið varða. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að mikilvægt sé að ná til barna og unglinga með skipulagðri fræðslu, allt frá yngsta stigi grunnskólans. Viðhorf unglinga á Íslandi til kynlífs og þeirra afleiðinga sem getur fylgt því að stunda kynlíf er orðið frjálslegra en áður og þar af leiðandi er mikilvægt að gæði fræðslunnar séu mikil. Ungmenni líta almennt jákvæðari augum á ýmislegt sem tengist kynfræðslu, eins og kynhneigð og kynímynd. Fræðslan er mikilvæg til þess að stuðla að betra kynheilbrigði allra barna og ungmenna. Úrval námsefnis fyrir skólana á Íslandi er fjölbreytt en nauðsynlegt er þó að fræðslan komi einnig að heiman, því foreldrar nemenda eru oft þeirra stærstu fyrirmyndir. Kynfræðsla er samþætt fræðsla sem fellur undir nokkrar námsgreinar grunnskólans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kynfræðsla í grunnskólum - grunnur að góðu kynheilbrigði barna og unglinga.pdf | 679,43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing lokaverkefni mhj9@hi.is.pdf | 182,47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |