Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25888
Í Leikskólanum Sælukoti við Þorragötu í Reykjavík er fylgt menntastefnu sem kennd er við Ný-húmanisma. Leikskólinn Sælukot mun vera eini leikskólinn á Íslandi sem gerir það. Í þessum skrifum verður fjallað um Ný-húmanisma og framkvæmd þeirra hugmyndafræði í starfi Leikskólans Sælukots.
Ný-húmanismi felur í sér þá afstöðu að hefðbundin mannúðarhyggja skuli ná til alls sem er, lifandi jafnt og lífvana. Í ritgerðinni verður gerð grein fyrir þeirri heimspekilegu sýn sem í þessari afstöðu felst og þeirri menntastefnu sem af henni er sprottin í starfi Leikskólans Sælukots og upphafs hennar í verkum heimspekingsins P.R. Sarkars. Einnig verður gerð grein fyrir þeim samfélagslegu jafnt og einstaklingsbundnu ályktunum sem meðal annarra Sohail Inayatullah hefur dregið af ofangreindri menntastefnu. Að hans mati krefst Ný-húmanismi mjög mikils af samfélagi og einstaklingum til að sú afstaða til tilverunnar sem í Ný-húmanisma felst verði ráðandi í félagslegri, efnahagslegri, stjórnmálalegri og persónulegri tilveru mannanna. Það felur í sér að hans mati andlega ástundun á borð við lotningarfulla hugleiðslu eða óeigingjarnar bænir og jóga, tai chi eða chi kung. Það krefst þess að taka þátt í nærsamfélagi sínu og samfélagi alls fólks á þessari jörð á uppbyggilegan hátt.
Í þessari ritgerð verður reynt að gera því skil hvernig Leikskólinn Sælukot leitast við að mennta nemendur sína til þessarar áskorunar 21. aldar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ný dagrenning í sjónmáli.pdf | 967.35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Gudridur_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_1_29.03.16.pdf | 77.41 kB | Lokaður | Yfirlýsing |