is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25889

Titill: 
  • Kennsla um næringu í heimilisfræðitímum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífshættir okkar eru mismunandi, sumir kjósa að borða hollan mat en aðrir velja óhollari mat. Næring gegnir miklu hlutverki í okkar daglega lífi, við þurfum næringu til þess að lifa en ekki er sama hvernig næringin er. Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan og þess vegna er nauðsynlegt að fylgja ráðleggingum um mataræði eins og t.d. fara eftir fæðuhringnum til þess að viðhalda heilbrigðum lífstíl. Fæðuhringurinn sýnir fæðuflokkana sex og er það undirstaða holls mataræðis að borða fjölbreytta fæðu úr hverjum flokki. Ásamt því hversu mikilvægt það er að fá fjölbreyttan mat úr hverjum flokki náum við þannig góðri samsetningu næringarefna (Embætti landlæknis, 2008). Fæðuhringurinn og íslenskar ráðleggingar um mataræði byggja á norrænu ráðleggingunum sem voru kynntar árið 2013, voru þær unnar af Norræna embættismannanefndinni um matvæli. Ráðleggingarnar byggja á gagnreyndum aðferðum milli neysluvenja og heilsu og einnig vísindalegum rökum. Í íslensku ráðleggingunum er tekið tillit til aðstæðna hér á landi (Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Elva Gísladóttir, 2014).

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennsla-um-næringu-í-heimilisfræðitímum.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LJOSVEL_BOKASAFN_20160510_153249.pdf162.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF