Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2589
Íslenska hagkerfið lenti í banka- og gjaldeyriskreppu á árinu 2008, en íslenska krónan
veiktist um 80% á árinu. Kreppunni svipar á margan hátt til gjaldeyriskreppunnar í
Mexíkó árið 1994 og fjármálakreppunnar sem reið yfir mörg lönd Austur-Asíu árið
1997. Sameiginlegir orsakavaldar eru mikill viðskiptahalli, vöxtur í innstreymi erlends
fjármagns og útlánaaukning bankakerfisins. Gjaldeyrisforði þessara landa var einnig
lítill miðað við Greenspan-Guidotti regluna. Háir vextir og jákvæðar hagvaxtarhorfur
voru meðal hvata erlendra fjárfesta sem lánuðu til fjármálastofnana viðkomandi landa
með tilheyrandi útlánaaukningu. Áhrifin voru sjáanleg á hlutabréfa- og
fasteignamörkuðum og eignabóla myndaðist. Að lokum leiddi mikið ójafnvægi og
óvissa til þess að erlendir fjárfestar kipptu að sér höndum með þeim afleiðingum að
framboð erlends lánsfjármagns dróst skyndilega saman. Ójafnvægi skapaðist á
gjaldeyrismarkaði og gjaldeyriskreppa varð raunin. Á Íslandi voru bankakreppan og
veiking krónunnar samofin í aðdraganda hrunsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed[1].pdf | 696.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |