Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25894
Í ritgerð þessari verður fjallað um öldrun og kenningar sem tengdar eru efri árum. Auk þess verður farið yfir þær áskoranir sem eldri borgarar standa frammi fyrir og er áherslan lögð á þau viðbrigði sem verða þegar kemur að starfslokum vegna aldurs. Bæði fylgja þeim tímamótum ákveðnar hindranir sem og fjöldi tækifæra sem verður sagt frá hér.
Þegar kemur að efri árum og starfslokum eykst frítími einstaklinga og er tómstundaiðkun þáttur sem getur gegnt veigamiklu hlutverki í að efla lífsgæði þeirra. Ágóði tómstundaþáttöku hefur sýnt að efli bæði líkamlega og andlega vellíðan og ekki síst styrki félagslega stöðu einstaklinga. Ýmis tækifæri liggja í því að efla eldri borgara og hvetja þá til þess að vera virkir í samfélaginu og taka þátt í tómstundum. Þar má nefna forvarnarstarf og tómstundaráðgjöf en það eru meðal annara dæmi sem fjallað verður um hér sem lausnir á þeim áskorunum sem eldri borgarar standa frammi fyrir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Sigríður Ýr U.pdf | 657.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 172.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |