is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25896

Titill: 
  • Hvað er Sociogram? : handbók um nýtingu tengslarita í hópum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Oft er einelti ekki sýnilegt á yfirborðinu en hægt er að koma auga á það í gegnum aðrar leiðir. Ein leiðin er að setja upp Sociogram, sem á íslensku kallast tengslarit, og vinna úr niðurstöðum þess. Verkefnið er hugsað sem handbók í tengslaritum fyrir leiðbeinendur, kennara, þjálfara og yfirmenn til þess að nýta í starfi sínu með hópum. Í þessari fræðilegu greinargerð verður farið yfir fræðin að baki tengslarita og framkvæmdir á þeim. Einnig verður farið yfir samskipti og félagslega stöðu innan hóps. Að lokum verður fjallað um inngrip í hóp. Handbókin er unnin út frá þeim fræðum sem finna má í greinagerðinni en þar er að finna ítarlega lýsingu á framkvæmd tengslarits. Tengslarit er mjög öflugt verkfæri og því er nauðsynlegt að nýta það af varúð og virðingu fyrir viðkomandi hóp. Mikilvægt er að tengslaritið sé sniðið að aldri og þroska einstaklinganna í viðkomandi hóp, m.a. þegar kemur að vali á spurningum. Í yngri hópum er einungis stuðst við svokölluð jákvæð ábendi. Þess vegna er mikilvægt að einstaklingur sem ætlar sér að leggja tengslarit fyrir hóp vandi til verka, geti lesið rétt úr þeim og unnið með niðurstöðurnar sem hann fær. Mikilvægt er fyrir leiðbeinendur að vera meðvitaðir um hópinn sinn og geta gripið til einhverra ráða þegar aðstæður kalla á. Mikilvægt er að finna þá sem ekki fá að vera með í hópnum. Sýnt hefur verið fram á það að þeir sem eru utan hóps eru líklegri til þess að lenda í þeirri stöðu aftur í nýjum hóp. Þess vegna er nauðsynlegt að koma auga á þá einstaklinga svo hægt sé að veita þeim hjálp og efla félagsleg samskipti.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf99.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hvað er Sociogram_ Greinagerðin.pdf1.04 MBLokaður til...01.01.2036GreinargerðPDF
Hvað er Sociogram_ Handbókin.pdf1.42 MBLokaður til...01.01.2036HandbókPDF