is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25898

Titill: 
  • Þetta er ungt og leikur sér : notkun leikja og spila í stærðfræðinámi í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta er lokaverkefni okkar í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið okkar er tvískipt, annarsvegar hugmyndabanki í formi vefsíðu og hinsvegar fræðileg greinargerð. Viðfangsefni okkar er hvernig hægt sé að nota leiki og spil til þess að kenna stærðfræði í leikskóla. Í greinagerðinni fjöllum við um tvær kenningar, hugsmíðahyggju og félagslega hugsmíðahyggju, við fjöllum um leikinn og mikilvægi hans, almennt er fjallað um stærðfræði og hugtök tengd henni. Hlutverki kennarans eru gerð skil ásamt því að mikilvægi góðs námsumhverfis er ítrekað. Hugmyndabankinn er samansafn af leikjum og spilum sem öll eiga það sameiginlegt að stuðla að auknum stærðfræðiskilningi hjá börnum. Inn á heimasíðunni er að finna lýsingar á leikjunum og spilunum ásamt helstu upplýsingum um þau. Vonumst við til þess að heimasíðan og greinargerðin okkar geti nýst starfsfólki í leikskóla til að vinna markvissara með stærðfræðina. Okkur finnst þetta verkefni vera þörf viðbót við námsefni sem þegar er til þar sem stærðfræðinám í leikskóla virðist oftar en ekki vera óformlegt og ómarkvisst þrátt fyrir að vera til staðar.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf26.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Greinagerð-B.Ed.pdf399.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna