is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25899

Titill: 
 • Sértækir lesskilningserfiðleikar og hvernig hægt er að draga úr vanda einstaklinga með sértæka lesskilningserfiðleika
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lestur er ein öflugasta leiðin til að afla sér þekkingar og því mikilvægt að einstaklingar nái góðum tökum á færninni. Sumum reynist erfitt að ná tökum á lestrarfærninni og ef ekkert er að gert getur það haft alvarlegar afleiðingar. Af þeim sökum er mikilvægt að finna orsök vandans til að efla færnina svo þeir heltist ekki úr lestinni.
  Markmið þessarar B.Ed.-ritgerðar er að varpa ljósi á sértæka lesskilningserfiðleika og hvernig draga megi úr alvarlegum afleiðingum lesskilningsvandans. Lestri verða gerð skil út frá skilgreiningunni um einfalda lestrarlíkanið (e. the simple view of reading). Í tengslum við þá umfjöllun verður vikið að lesskilningi (e. reading comprehension), undirstöðuþáttum hans og þróun. Í kjölfarið verður fjallað um lestrarerfiðleika út frá einfalda lestrarlíkaninu þar sem megináhersla er lögð á sértæka lesskilningserfiðleika (e. specific comprehension difficulties) og hvernig vandi einstaklinga með sértæka lesskilningserfiðleika getur birst í undirstöðuþáttum lesskilnings. Í lokin verður sjónum beint að því hvernig hægt er að draga úr lesskilningsvanda þar sem lögð er megináhersla á snemmtæka íhlutun (e. early identification), fyrirbyggjandi kennslu (e. preventive instruction), kennsluaðferðir og leiðir við kennslu.
  Við gerð þessarar ritgerðar styðst höfundur við kenningar fræðimanna og niðurstöður erlendra og innlendra rannsókna á sviði lestrar síðustu áratugi og vonast til þess að ritgerðin geti upplýst foreldra og kennara barna með sértæka lesskilningserfiðleika um vandann og hvernig hægt er að vinna á lesskilningsvandanum.
  Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með áherslu á kennslu ungra barna í grunnskóla.

Samþykkt: 
 • 1.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sértækir lesskilningserfiðleikar og hvernig hægt er að draga úr vanda einstaklinga með sértæka lesskilningserfiðleika_sbb30.pdf635.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_sbb30.pdf145.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF