en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2590

Title: 
  • Title is in Icelandic Olíusjóður Norðmanna
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hagkerfi Noregs hefur vaxið mikið í kjölfar uppgötvunar áður óþekktrar náttúruauðlindar. Hagvöxtur í kjölfar slíkra uppgötvana er ekki algild regla því uppgötvunum náttúruauðlinda geta fylgt vandamál, sem veikir hagkerfi þjóðar, slík áhrif eru oft kennd við Hollenska veiki. Velta má fyrir sér hvernig Norðmenn hafa nýtt auðlindafundinn til að efla hagvöxt og hvernig þeir hafa komið í veg fyrir óheppileg hliðaráhrif á hagkerfið. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar eru möguleg áhrif á hagkerfi í kjölfar uppgötvunar auðlindar og þeir erfiðleikar sem geta fylgt auknu tekjuflæði vegna framleiðslu. Fjallað er þó sérstaklega um tilfelli Noregs og stofnun Olíusjóðs þar. Einnig eru rakin vandamál sem sjóðurinn glímir við þegar kemur að því að stuðla að hagkvæmustu nýtingu teknanna. Með tilkomu sjóðsins hafa Norðmenn að mestu komið í veg fyrir ríkjandi einkenni Hollensku veikinnar. Einnig er ljóst að sjóðurinn hefur komið í veg fyrir miklar sveiflur í hagkerfi Norðmanna, með því að fjárfesta eignum sjóðsins erlendis. Þannig stuðla stjórnvöld að stöðugleika í hagkerfinu og mæta auknu innstreymi erlends gjaldmiðils vegna framleiðslu olíunnar. Því er ljost að lönd geta nýtt náttúruauðlindir sér til framdráttar án þess að neikvæð áhrif fylgi.

Accepted: 
  • May 12, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2590


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Olíusjóður Norðmanna_fixed.pdf433 kBOpenHeildartextiPDFView/Open