is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25902

Titill: 
  • „Á daginn eyði ég tímanum“ : geta tómstundir bætt stöðu heimilislausra í Reykjavík?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A.- gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með þessu verkefni er að skoða tækifærin sem liggja í tómstundum og hvort þau eigi heima á vettvangi heimilislausra. Verkefnið er heimildarmynd þar sem litið verður inn í heim heimilislausra og rætt við fagfólk af vettvangi. Ástæðan fyrir því að verkefnið er í formi heimildarmyndar er tilraun höfunda til að vekja upp tilfinningar hjá áhorfendum og auka frekari áhuga fyrir málefninu. Verkefninu fylgir greinargerð þar sem sett verður fram rannsóknarspurning og verkefnið fræðilega rökstutt.
    Niðurstöður þessa verkefnis leiða í ljós að tómstundir hafi jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, en aðeins til skemmri tíma þar sem þeim hefur ekki verið viðhaldið nógu lengi til þess að hægt sé að sjá niðurstöður til lengri tíma. Fræðilegar rannsóknir virðast þó benda til þess að áhrifin munu vara til lengri tíma litið sé þeim viðhaldið. Þetta eru mikilvægar niðurstöður að því leyti til að þetta hefur ekki verið kannað áður hérlendis frá sjónarhóli tómstundafræðinga. Einnig getur þetta verkefni nýst sem stökkpallur til frekari rannsókna.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
A_daginn_eydi_eg_timanum_2.pdf252.08 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Stefan_Sunna.pdf199.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Á daginn eyði ég tímanum heimildarmynd.mp4487.14 MBOpinnFylgiskjölMp4Skoða/Opna