is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25905

Titill: 
  • Að læra íslensku og stærðfræði samtímis : stærðfræðinám nemenda af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförum árum hefur orðið aukning á erlendum nemendum sem hefja nám í íslenskum grunnskólum. Þeir þurfa að læra nýtt tungumál, venjast nýrri menningu, hefðum og mörgu öðru. Til að aðlagast fljótt byrja erlendir nemendur strax í skóla og læra meðal annars stærðfræði. Stærðfræði skipar stóran þátt í lífi okkar og því er mikilvægt fyrir alla nemendur að þróa með sér stærðfræðihugsun. Tjáskipti og umræður sem fara fram inn í stærðfræðistofu er óumflýjanlegur hluti af verðugu stærðfræðinámi. Þannig spilar tungumálið stórt hlutverk. Til að geta tekið þátt í umræðunum þurfa allir nemendur að ná góðum tökum á tungumáli stærðfræðinnar sem ekki er alþjóðalegt heldur háð hverju og einu tungumáli. Nemendur af erlendum uppruna geta verið í miklum erfiðleikum með að læra stærðfræðitungumál því þeir eru ennþá að læra íslensku. Einnig þurfa erlendir nemendur að venjast stærðfræði í nýju samhengi, því hún er háð menningu jafn mikið og tungumálinu. Þetta varðar stærðfræðihefðir (til dæmis ritháttur eða lausnaaðferðir), samskipti í stærðfræðistofu og síðast en ekki síst samhengi sem stærðfræðiverkefnin eru sett í. Fjögur lögmál þarf að hafa í huga þegar skipuleggja þarf kennslu fyrir bekk þar sem má finna nemendur af erlendum uppruna. Þessi lögmál eru: Skiljanlegt inntak (allt sem gerist í kennslustofu á að vera skiljanlegt), Kennsla sett í samhengi (nemendur sjá hvernig viðfangsefni tengist hvert öðru og samtvinnast lífi þeirra), Stresslítið umhverfi (til dæmis nemendur eru hvattir til að nota móðurmálið sitt) og Virk þátttaka (til dæmis allir fá tækifæri til að segja frá hugmyndum sínum).

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd til BEd profs tas5 .pdf744,52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf116,06 kBLokaðurYfirlýsingPDF