is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25907

Titill: 
 • Alþjóðlega ættleidd börn á Íslandi : upprunatengsl og áhrif á sjálfsmynd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi heimildarritgerð fjallar um alþjóðlega ættleidd börn á Íslandi. Tilgangur ritgerðarinnar er að sjá hvaða tengsl alþjóðlega ættleidd börn á Íslandi hafa við uppruna sinn og hvaða áhrif á sjálfsmyndina það hefur á börnin að vera ættleidd erlendis frá.
  Fjallað er stuttlega um lykilhugtök þegar kemur að ættleiðingum. Hugtökunum ættleiðing, kjörforeldrar, líffræðilegir foreldrar, frumættleiðing, stjúpættleiðing, alþjóðleg ættleiðing og sýnileg ættleiðing. Kafað er í lög um ættleiðingar á Íslandi sem og ættleiðingaferlið. Kenningar Bowlby og Ainsworth á tengslum og kenningar Mead og Erikson á sjálfsmyndinni. Einnig eru rannsóknir á alþjóðlegum ættleiðingum skoðaðar, þá aðallega íslenskar rannsóknir á málaflokknum.
  Tilgangur ritgerðarinnar er að sjá hvernig aljóðlega ættleiddum börnum farnast hér á landi og sjá hvernig kjörforeldrum hefur tekist til í myndun tengsla og miðlun upplýsinga um uppruna kjörbarnsins. Hvort það hafi áhrif á sjálfsmynd aljþóðlegra ættleiddra barna að vera ættleidd erlendis frá.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna að ekki er hægt að alhæfa yfir á öll alþjóðlega ættleidd börn en rannsóknir á Íslandi hafa sýnt að alþjóðlega ættleidd börn hér á landi eru almennt séð meðvituð um uppruna sinn og aðlagast vel samfélaginu. Flest hafa íslensk alþjóðlega ættleidd börn sterka sjálfsmynd þó sum þeirra glími jafnvel við einhvern sjálfsmyndarrugling þegar á unglingsárunum þegar þau eru að reyna að finna hver þau í raun og veru eru.
  Lykilhugtök: ættleiðing, alþjóðleg ættleiðing, sjálfsmynd, uppruni, tengsl.

Samþykkt: 
 • 1.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alþjóðlegar_ættleiðingar_Telma_Lokaskil.pdf901.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Telma_Tórshamar.pdf155.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF