is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25909

Titill: 
  • Gildi ljóða í leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ljóðlistin hefur verið stór partur af menningu okkar Íslendinga frá upphafi. Barnamenningin er þar ekki undanskilin. Ljóðin hafa vissa eiginleika sem óbundinn texti barnabókmennta og almenn samskipti manna á milli hafa ekki. Ljóðin, þá sérstaklega bundin ljóð, innihalda meðal annars vissa hrynjandi og rím ásamt því að vera einstakt tjáningarform til að tjá hugsanir og tilfinningar. Í Aðalnámskrá leikskólanna (2011) er ljóðum gerð skil í kaflanum um læsi og samskipti, en þar kemur fram að börnum eigi að gefast ríkuleg tækifæri til að njóta þess að hlusta á og semja ljóð og þulur.
    Við vinnu mína sem leiðbeinandi í leikskóla hef ég séð um ótal samverustundir og hópatíma. Út frá þeirri reynslu virðast sögur og ljóð sem innihalda endurtekningar og rím ná betur til áhuga og athygli barnanna og skapar tækifæri fyrir þau að taka virkari þátt í stundinni. Hrynjandin og rímið hafa þá eiginleika að festast vel í minni ásamt því að hljóma vel í eyrum barnanna. Í þessu verkefni voru valdar þrjár íslenskar þjóðsögur sem samdar voru vísur við og lýsa söguþræðinum. Sögurnar eru þannig búnar til upplesturs og flutnings með leikskólabörnum að söguþráðurinn er brotinn upp jafn óðum með einu erindi í senn. Vonast er til að þessi aðferð hjálpi leikskólakennurum að ná til barna með sögur og kveðskap og geri bókmenntareynslu þeirra ánægjulega.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Björg Bakkalárverkefni 2016.pdf751,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
13101293_10154173982632392_893409388_n.jpg46,91 kBLokaðurYfirlýsingJPG