is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25911

Titill: 
  • „Ég vildi bara standa við þennan samning, ekki bara út af bílprófinu, heldur líka fyrir sjálfa mig” : upplifun ungmenna á samningi við foreldra sína um að fresta áfengisdrykkju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að skoða upplifun ungmenna á því að gera samning við foreldra sína um að fresta áfengisdrykkju. Margir gera samning við foreldra sína um að fresta áfengisdrykkju fram að bílprófsaldri og fá í staðinn bílprófið borgað og/eða bíl. Kannað var hver upplifun ungmenna af þessu fyrirkomulagi var, með ýmsa þætti í huga, til að mynda jafningja, tómstundir, foreldratengsl og sjálfsmynd. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á kenningum og umfjöllun ýmissa fræðimanna um hvaða áhrif það hefur á ungmenni að fresta áfengisdrykkju og hvaða þættir hafi þar helst áhrif. Rannsóknin sjálf er eigindleg rannsókn þar sem tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl við þrjá unga menn og þrjár ungar konur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það séu nokkrir þættir sem hafa mikil áhrif á það hvernig gekk að standa við samninginn. Þar má meðal annars nefna foreldratengsl en þeir viðmælendur sem ekki voru í góðum tengslum við foreldra sína á þessum árum héldu ekki samninginn. Hvort það eigi almennt við er erfitt að segja þar sem viðmælendur eru fáir. Einnig var hægt að sjá, hjá nokkrum einstaklingum, að skipulagðar tómstundir gátu haft áhrif. Eftir að búið var að lesa viðtölin nokkrum sinnum yfir voru rannsakendur sammála því að um fjögur megin þemu væri að ræða og voru það foreldratengsl, jafnaldrar, sjálfsmynd og tómstundir. Með því að skoða þessa þætti með fræðilegu sjónarhorni náðum við að komast að nokkuð skýrum niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Una_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf180.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF
una_LOKAVERKEFNI-1.pdf753.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna