is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25912

Titill: 
 • Gott mál? : um málfarshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samræmd könnunarpróf í íslensku fara fram í öllum grunnskólum landsins ár hvert og eru lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10. bekk. Megin viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna að hvaða marki verið er að prófa í „réttu máli og röngu“ eða „góðu máli og vondu“ á samræmdum könnunarprófum í íslensku og hvert vægi slíkra prófverkefna hefur verið í 4. 7. og 10. bekk. Vægi þessa matsþátar var borið saman við kennsluáætlanir úr tuttuguogátta grunnskólum landsins sem valdir voru af handahófi. Einnig var hugað að villum í prófspurningunum og þær ígrundaðar. Gagnaöflun fór fram með skoðun samræmdu prófanna í íslensku í 4. 7. og 10. bekk frá árunum 2013, 2014 og 2015 og lauslegum samanburði við kennsluáætlanir.
  Þegar samræmd könnunarpróf í íslensku eru skoðuð kemur í ljós að töluverð áhersla er lögð á að kanna færni nemenda í að meta rétt og rangt og gott og vont mál og virðist sem þessi áhersla aukist eftir því sem nemendur eldast. Þegar skólanámskrár og kennsluáætlanir þeirra árganga sem taka þessi próf eru skoðuð kemur í ljós að lítil sem engin áhersla er lögð á þessa þætti í kennslu.
  Framangreind próf hafa hlotið töluverða gagnrýni á undanförnum árum, meðal annars út frá því að ekki sé verið að prófa nemendur í þeim þáttum sem mestu skipta, að prófin séu ekki í samræmi við áherslur í aðalnámskrá og að prófspurningarnar sjálfar séu óskýrar og jafnvel beinlínis rangar.
  Við athugun á prófum sem lögð voru fyrir árin 2013, 2014 og 2015 verður ekki annað séð en að sú gagnrýni sem fram hefur komið sé að töluverðu leyti á rökum reist.

Samþykkt: 
 • 1.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed ritgerð - Védís Hrönn.pdf947.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 vhg4.pdf178.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF