is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25914

Titill: 
  • Draumasamfélagið : greinargerð með vefsíðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Draumasamfélagið er lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Verkefni þetta er tvíþætt, annars vegar vefsíða með fræðsluefni um margbreytileikann sem að stuðla á að viðhorfsbreytingu og hins vegar er það fræðilegur grunnur verkefnisins sem settur er fram í greinargerð þessari. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að viðhorfsbreytingum innan samfélagsins í garð fatlaðs fólks, þar sem fatlað fólk er einn af jaðarhópum samfélagsins sem verður oft fyrir margvíslegum hindrunum. Samkvæmt 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) ber aðildaríkjum meðal annars að gera viðeigandi ráðstafanir sem stuðla að vitundarvakningu á öllum sviðum samfélagsins til þess að vinna gegn staðalímyndum og fordómum í garð fatlaðs fólks. Undirrituðum ríkjum ber að stuðla að eflingu fræðslu sem lýtur að vitundarvakningu um fatlað fólk og réttindi þess, hún skal fara fram á öllum skólastigum. Því var ákveðið að búa til fræðsluefni fyrir börn í fjórða bekk í grunnskólum landsins en þá byrja börn að bera sig saman hvert við annað. Fræðsluefnið er hugsað sem hluti af samfélagsfræðigreinum, sem viðbót við fræðslu um mannréttindi, jafnrétti og sjálfbærni sem eru grunnstoðir aðalnámskrár. Undir samfélagsgreinar fellur kennsla um jafnréttismál, þjóðfélagsfræði og siðfræði en fræðsluefnið snýr að þessum hlutum. Í verkefninu er lögð áhersla á samfélag fyrir alla og mannréttindi og er greinagerðin sá fræðilegi grunnur sem vefsíðan byggir á. Á vefsíðunni er umfjöllun um samskipti, aðgengi og fjölbreytileika sérstaklega dregin fram með hliðsjón af hugmyndafræðinni um samfélag fyrir alla. Fræðsluefnið á vefsíðunni er sett fram í formi mynda, texta, myndbands og myndasögu svo efnið sé aðgengilegt börnum og veki athygli og áhuga. Mikilvægt er að börn séu meðvituð um margbreytileika þess samfélags sem þau lifa og hrærast í. Verkefnið er gert til að stuðla að viðhorfsbreytingum til fatlaðs fólks og auka skilning á fjölbreytileika samfélagsins. Slóðin á vefsíðuna Draumasamfélagið er http://thordis17.wix.com/draumasamfelag og aðgangsorð að flipanum „Fyrir starfsfólk“ er kennari.

Tengd vefslóð: 
  • http://thordis17.wix.com/draumasamfelag
Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Draumasamfélagið-AlmaRegínaÞórdís.pdf414.38 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
vefsíða í fylgiskjali-ADG,RLM,ÞÁ.pdf18.77 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
undirskrifuð yfirlýsing.pdf82.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF