is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25919

Titill: 
  • Tengsl Aspergersheilkennis og þunglyndis á fullorðinsárum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einhverfa, sem talin er stafa af röskun í taugaþroska, hefur mikil áhrif á viðkomandi einstaklinga og getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu. Einkenni hennar og alvarleiki eru mjög breytileg og því talað um einhverfuróf. Aspergersheilkenni tilheyrir vægari enda rófsins sem einkennist af truflunum á samskiptum og félagslegum þroska, en einstaklingar með Aspergersheilkenni hafa þó eðlilega greind og eðlilega tjáningargetu. Samt eiga þeir jafnan í erfiðleikum með að lesa í svipbrigði og að skilja tilfinningar. Þess vegna geta þeir átt erfitt með félagsleg samskipti, sem getur m.a. valdið því að einstaklingum með Aspergers¬heilkenni hættir frekar til að þróa með sér þunglyndi eða aðra geðræna kvilla, en gengur og gerist. Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig tengslum milli Aspergers-heilkennis og þunglyndis er háttað og það hvort meiri líkur séu á því að einstaklingar með Aspergers¬heilkenni þrói með sér þunglyndi, og ef svo er hvers vegna. Erfiðara er að koma auga á einkenni geðraskana en t.d. einkenni líkamlegra meðraskana eða hegðunar-raskana hjá einstaklingum með einhverfu og Aspergersheilkenni. Mikilvægt er því að vera vakandi fyrir einkennum þunglyndis og grípa inn í á réttum tíma. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að notkun fjölbreyttra sálrænna aðferða og geðlyfja virkar vel, ef þeim er beitt saman.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerðÞorunnEvaGudnadottir2016_Aspergers+þunglyndi.pdf702.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf252.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF