is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25922

Titill: 
  • Staða fjárlaga. Þýðing fjárveitinga til stofnana ríkisins við framkvæmd athafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Forgangsröðun fjármuna ríkisins við rekstur stofnana þess kemur reglulega til umræðu á opinberum vettvangi hér á landi. Sú umræða að stofnanir fái ekki úthlutað nægilegu fjármagni á fjárlögum svo dugi til viðunandi reksturs þeirra er reglulegur fylgifiskur slíkrar umræðu. Í því samhengi er oft rætt um að slík stjórnvöld séu fjársvelt og er jafnvel ýjað að því, eða það beinlínis sagt, að þau geti ekki sinnt lögbundnum verkefnum sínum með þeim fjárveitingum sem þau hljóta á fjárlögum hvers árs. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er þýðing fjárlaga og fjárveitinga samkvæmt þeim fyrir stofnanir ríkisins og samspil þeirra við almenn lög og þau verkefni sem þau fela stjórnvöldum að framkvæma. Umfjöllunarefnið er þannig hvernig samverkan almennra laga Alþingis og fjárlaga er við framkvæmd íslenskrar stjórnsýslu. Svið umfjöllunarinnar er við fyrstu sýn verulega umfangsmikið en þar sem umfjöllunin miðar að því að greina grundvallaratriði og meginreglur við framkvæmdina og þýðingu hvors um sig í ljósi reglna stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar þá verður umjöllunin ekki það umfangsmikil að ómögulegt reynist að gera efninu greinargóð skil.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar virðist mögulega afstætt við fyrstu sýn. Sumir myndu telja að efni almennra laga annars vegar og fjárlaga hins vegar sé slíkt að greining þessi sé óþörf. Stjórnvöldum beri einfaldlega að framkvæma verkefni sín samkvæmt lögum innan þess ramma sem fjárlög setja þeim og réttarheimildirnar fjalli því um svo ólíkt efni að umfjöllun um samspil þeirra eða árekstur sé óþörf. Sömu aðilar gætu jafnvel komist svo að orði að skörun á efni þeirra sé ómöguleg. Í því skyni að skýra umfjöllunarefnið verður tekið dæmi. Alþingi setur lög sem fela í sér skyldu fyrir stjórnvöld að framkvæma eitthvað. Þegar lögin eru samþykkt liggur ljóst fyrir að þau munu hafa í för með sér kostnað fyrir ríkið. Við fjárveitingar samkvæmt fjárlögum er hins vegar ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði og stjórnvaldinu sem falið er að framkvæma lagaskylduna eru veitt sömu fjárframlög úr ríkissjóð til rækslu verkefna sinna og það hafði áður en lagaskyldunni var komið á. Þó fjárlög og lögin sem mæla fyrir um skylduna séu ekki í beinu ósamræmi, til dæmis með þeim hætti að lögin mæli fyrir um tiltekna framkvæmd og fjárlög segi að ekki skuli framkvæma það sem lögin mæla þá virðist vera ákveðið ósamræmi. Stjórnvaldinu virðist ómögulegt að framkvæma það sem lög mæla og halda útgjöldum sínum innan þess ramma sem fjárlög mæla fyrir um. Vissulega eru tilvik líkt og þessi fátíð, og oftast talsvert margslungnari, en vandamálin sem rísa við beitingu laga að teknu tilliti til fjárlaga eru raunveruleg. Samspil laga og fjárlaga er jafnframt ekki alltaf jafn skýrt og dæmið hér að framan og geta ýmsir þættir haft frekari áhrif líkt og umfjöllunin mun sýna.

Samþykkt: 
  • 2.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25922


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aron Freyr Jóhannsson - Staða fjárlaga.pdf929.71 kBLokaður til...30.09.2026HeildartextiPDF
yfirlysing.pdf302.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF