is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25923

Titill: 
 • Tómlæti í vinnurétti
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um hina óskráðu meginreglu um tómlæti í vinnurétti. Reglan byggir á þeim grunni að krafa er gerð til aðila um aðgerðir af þeirra hálfu, svo réttur falli ekki niður. Áhrif tómlætis má líkja við áhrif fyrningar á gildi kröfu, en þegar aðilar hafa sýnt af sér slíkt tómlæti að áhrif skuli hafa verða til lok kröfu. Vinnuréttur hefur ákveðna sérstöðu, þrátt fyrir að vinnusambönd byggi í grunninn á samningi aðila. Höfundur fór því þá leið að fjalla aðeins um tómlæti aðila í vinnurétti og áhrif þeirrar sérstöðu sem vinnusamband getur haft á túlkun.
  Ritgerðin er sett upp á þann hátt að fyrst er fjallað almennt um vinnurétt og áhrif skuldbindingargildis kjarasamninga á Íslandi. Áframhaldandi umfjöllun ritgerðar tók mið af hinni óskráðu meginreglu um tómlæti. Fyrst er almenn umfjöllun um regluna, tilgangur hennar, réttaráhrif og áhrif sérstaks eðlis vinnuréttar á regluna. Næst er fjallað um hin almennu sjónarmiða sem litið er til við mat á tómlæti. Til þess að hægt sé að meta áhrif tómlætis er áhersla lögð á dómaframkvæmd Hæstaréttar. Er hún flokkuð niður eftir eðli kröfu um leiðréttingu. Sú flokkun sem notast er við er: launaleiðrétting og brot á réttindum í kjölfar uppsagnar, veikinda eða vinnuslyss. Niðurstöður úr íslenskri dómaframkvæmd eru næst dregnar saman.
  Því næst var litið til þeirra sjónarmiða sem gilda þegar krafist er endurgreiðslu ofgreidds fjár en þar getur einnig gætt áhrifa tómlætis.
  Sérdómstóllinn Félagsdómur dæmir um réttarágreining og því þótti nauðsyn til þess að líta til áhrifa tómlætis í niðurstöðum hans og hvort annarra áhrifa gætir í niðurstöðum hans. Síðast er fjallað um áhrif tómlætis í vinnurétti í Noregi og Danmörku, en mikið samstarf er á milli Norðurlandanna í vinnuréttarlegu umhverfi.
  Næst er fjallað um aðrar réttarreglur en tómlæti, sem áhrif geta haft á lok kröfu. Í því sambandi er litið til fyrningarreglna og rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu.
  Að lokum eru niðurstöður dregnar fram og leitast eftir því að setja fram ákveðin viðmið sem eiga við mat á tómlæti í vinnurétti. Niðurstöður Hæstaréttar eru ekki alltaf nægjanlega skýrar um hvað það er sem áhrif hefur á niðurstöðu, en þrátt fyrir það, virðist sem að góðs samræmis gætir ef litið er til málsatvika í hverjum dómi fyrir sig.

Samþykkt: 
 • 2.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
karen ritgerd skemman.pdf1.05 MBLokaður til...01.05.2050MeginmálPDF
skemman undirskrift.pdf163.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF
forsida haskola.pdf37.14 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna