is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25926

Titill: 
  • "Eins og hann sé jafningi en samt ber maður virkilega mikla virðingu fyrir honum." Lýsing framhaldsskólanemenda á besta grunnskólakennaranum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsakandi vildi læra meira um leiðtoga og stjórnendur og hvað gerir þá góða og árangursríka í starfi. Til að þrengja sviðið var ákveðið að skoða grunnskólakennara þar sem þeir leiða og stýra hópi daglega. Framkvæmd var eigindleg rannsókn til að leita svara við því hvernig framhaldsskólanemendur lýsa besta grunnskólakennaranum. Tekin voru viðtöl við átta framhaldsskólanemendur á aldrinum 16-20 ára. Í rannsókninni var rætt við fjórar stúlkur og fjóra drengi.
    Markverðustu niðurstöðurnar gáfu til kynna að nemendur vilja tengjast kennara sínum. Þeir tala um besta kennarann sem kennara sem hlusti á nemendur, leyfi þeim að eiga hlutdeild í sínu eigin námi, sem gefur af sér og tengist nemendum persónulega. Nemendur tala um að bestu kennararnir hafi verið eins og vinir þeirra eða ættingjar sem heilsi og spjalli við þá enn í dag er þau hittast á förnum vegi. Nemendur telja að með þessari persónulegu tengingu hafi myndast gagnkvæm virðing sem leiddi af sér aukinn metnað og vilja hjá nemendum til að fylgja reglum og lúta leiðsögn. Góð samskipti voru því stór þáttur í lýsingu nemenda á besta grunnskólakennaranum. Nemendur nefna einnig hæfileika kennarans til að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir og geta hugsað út fyrir boxið og á þann hátt betur komið til móts við hvern og einn nemanda.
    Í ljósi þessara niðurstöðu úr viðtölum lá beinast við að skoða leiðtogafræðin til að öðlast betri skilning á lýsingu nemenda á góðum leiðtoga og þá hvort hægt sé að efla menntun og þjálfa kennara í að vera góðir leiðtogar. Hinar ýmsu leiðtogakenningar hafa litið dagsins ljós en þær kenningar sem var markverðast að skoða í ljósi þessarar rannsóknar voru umbreytingarforysta, þjónandi forysta og sönn forysta. Einnig var augljóst að nemendur lýstu einstaklingum sem tilfinningaverum sem gátu sett sig í spor annarra og því var skoðuð kenning Golemans um tilfinningagreind og hvað fræðin segja um samskipti og samkennd.

Samþykkt: 
  • 2.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lysing framhaldsskolanemenda a besta grunnskolakennaranum.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing eb.pdf310.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF