en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2592

Title: 
 • Title is in Icelandic Hagvöxtur á Íslandi: Eru hagsveiflur meiri hér á landi en annars staðar?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Lítil og opin hagkerfi eru viðkvæm fyrir áföllum í stórum atvinnuvegum og eru sveiflukenndari en þau stærri, Ísland er þar engin undantekning. Færri aðalatvinnuvegir eru til staðar hér á landi sökum smæðar og því er mun mikilvægara að sveiflujafna innan stóru atvinnugreinanna. Ísland er ríkt af náttúruauðlindum og því er auðlindastjórn gríðarlega mikilvæg fyrir hagstjórn landsins. Hafa ber í huga að núlifandi kynslóð takmarki ekki aðgang eða rétt komandi kynslóða að auðlindum landsins.
  Seðlabankinn notast við peningastefnuna til að hafa áhrif á verðbólgu og til þess fer hann eftir settu verðbólgumarkmiði og ákvarðar stýrivexti. Mikilvægt er að hið opinbera vinni með Seðlabanka Íslands að settum markmiðum í stað þess að vinna á móti vaxtahækkunum seðlabankans með þenslustefnu í ríkisfjármálunum, eins og ríkisstjórnin hefur gert á síðustu árum. Formlegt verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og þá voru vikmörk gengisins afnumin og gengi krónunnar sett á flot. Peningastefnan var tekin upp við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu þar sem gengið féll og verðbólga óx hratt og í raun hafði peningastefnan ekki þau áhrif sem ætlast var til eins og reynslan kennir okkur, þar sem hagkerfið beið verulega hnekki á haustmánuðum 2008.
  Einkaneysla og fjárfesting landsmanna jukust töluvert á árunum 2003-2006. Í kjölfar smávægilegu bankakreppunnar árið 2006 dró verulega úr fjárfestingu og draga fór úr einkaneyslu árið 2008. Athygli vakti að á árunum 1985-2003 var ríkissjóður yfirleitt rekinn með halla og það var ekki fyrr en uppgangsárin 2004-2007 sem mjög mikill tekjuafgangur var hjá hinu opinbera. Ríkissjóður var svo aftur rekinn með halla árið 2008 og búast má við enn meiri tekjuhalla næstu ár, eftir bankahrunið á haustmánuðum 2008. Á uppgangsárunum 2004-2007 var hagvöxtur yfir metnum meðalhagvexti og fór hann hæst 7,7% árið 2004.
  Hagvöxtur á Íslandi hefur verið sveiflukenndari en nágrannaþjóða okkar og þar er margt sem spilar inn í. Áföll í aðalatvinnuvegum, eins og í sjávarútveginum, hafa haft töluverð áhrif á þróun hagvaxtar og einnig sú staðreynd að við erum með eigin gjaldmiðil í eins litlu hagkerfi og Ísland er. Upptaka evrunnar, eða annarrar stórrar myntar, og innganga í myntbandalag væri líkleg leið til að draga úr hagsveiflum og til að fá hagkerfið til að haga sér í takt við aðrar þjóðir. Stóriðja og virkjanir eru jafnframt þess valdandi að hagsveiflur verða meiri en ella. Þróun hagvaxtar hefur færst nær öðrum nágrannalöndum okkar. Meginskýring þess er að frjálsræði er meira en var og að innganga Íslands í Evrópska efnahagssvæðið hefur fært okkur nær öðrum Evrópuþjóðum.

Accepted: 
 • May 12, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2592


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
slandi_fixed-1.pdf275.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open