Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25934
Evrópska efnahagssvæðið hvílir á tveggja stoða kerfi og er meginmarkið samningsins að skapa einsleitt efnahagssvæði þar sem sambærilegar reglur gilda. Innan ESB-stoðar EES er grundvallarréttindum veitt umfangsmikil vernd sem lögfest er í 6. gr. SESB. Þá var Réttindaskrá ESB lögfest með Lissabon sáttmálanum og henni skipaður sess við hlið stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hún því jafnrétthá þeim. Í EES-samningnum er hins vegar ekki að finna ákvæði sem vísar almennt til grundvallarréttinda. Verður með ritgerðinni leitast við að svara því hvort reglur um vernd grundvallarréttinda séu hluti af EES-rétti, hvaða reglur gilda um vernd grundvallarréttinda í EES-rétti og hvort grundvallarréttindum sé veitt sambærileg vernd innan Evrópska efnahagssvæðisins alls.
Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að reglur um vernd grundvallarréttinda séu til staðar í EES-rétti og þær grundvallist á óskráðum meginreglum sem EFTA-dómstóllinn hefur mótað í dómaframkvæmd. Þá er talið að einsleitni ríki á Evrópska efnahagssvæðinu þegar kemur að vernd grundvallarréttinda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vernd grundvallarréttinda á Evrópska efnahagssvæðinu.pdf | 744,75 kB | Lokaður til...01.09.2116 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 553,51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |