is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25948

Titill: 
 • Guð og grænir skógar: Guðfræðileg og siðfræðileg rök fyrir umhverfisaðgerðum og grænu kirkjustarfi á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um grænar kirkjur í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Dreginn er fram guðfræðilegur og siðfræðilegur grundvöllur fyrir því að kirkjur láti sig loftslagsbreytingar og verndun náttúrunnar varða. Áhersla er lögð á að kirkjur geti ekki látið nægja að mæta vistkreppu samtímans í orði. Guðsmiðlæg verkhyggja Willis Jenkins er lögð fram sem siðferðislegur grundvöllur fyrir því að kirkjur grípi til verka og litið er til rita Lúterska heimssambandsins til að fá sterkan guðfræðilegan grundvöll fyrir slíkum verkum. Þá er einnig litið til guðfræði mergðarinnar (e. theology of the multitude) til að styrkja það að kirkjur geti gripið til andófsaðgerða og tekið afstöðu í málum sem hafa pólitíska vídd. Því næst er fjallað um grænar kirkjur í þrem heimsálfum og sú umfjöllun notuð til að rýna í umhverfisstefnu þjóðkirkju Íslands og það umhverfisstarf sem unnið hefur verið í söfnuðum á Íslandi. Prestar og biskupar hafa verið iðnir við að setja náttúruvernd á dagskrá og fjalla um hana í ljósi trúar sinnar. Hér er þó lögð áhersla á að þjóðkirkjan verði að ganga lengra og breyta nálgun sinni, vilji hún hafa áhrif á vistspor og umhverfisvitund íslensku þjóðarinnar.
  Lykilorð: Græn kirkja, Willis Jenkins, vistguðfræði, þjóðkirkja Íslands, aðgerðir.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on green churches, both in international and Icelandic perspective. An ethical and theological basis is given for churches to engage in battling climate change and preserving nature. It is emphasised that churches can’t only use words to combat the destruction of nature. They have to find creative ways to take action. In this thesis the theocentric pragmatism of Willis Jenkins serves as an ethical basis for such action and documents from the Lutheran World Council give a theological basis. To find justification for churches engaging in activism and political action theology of the multitude is introduced. The works of green churches in three continents is discussed and used for comparison when the environmental policy and actions of the Evangelical Lutheran Church of Iceland (ELCI) are discussed. Bishops and pastors of the ELCI have been active in addressing, from their Christian perspective, the challenges that nature faces because of climate change. This thesis emphasises that the ELCI needs to reach further and change it’s strategies if it wants to affect the nations ecological footprint and consciousness.
  Keywords: Green church, Willis Jenkins, eco-theology, Evangelical Lutheran Church of Iceland, activism.

Samþykkt: 
 • 5.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sindri Geir - Gud og Graenir skogar.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sindriSKEMMAN.pdf314.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF