is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25949

Titill: 
 • Málefnaleg skattlagning og bankaskatturinn
 • Titill er á ensku The legality of the special tax on financial institutions
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð sem ber heitið Málefnaleg skattlagning og bankaskatturinn er fjallað um lög nr. 155/2010, sem mæla fyrir um skattskyldu á skuldir fjármálafyrirtækja og þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögunum með 18-21. gr. laga nr. 139/2013, og hvernig þessar reglur samræmast áskilnaði stjórnarskrárinnar um málefnalega skattlagningu. Fyrst verður fjallað um skattareglur laga nr. 155/2010, og verður lögð sérstök áhersla á þær reglur sem snúa að fjármálafyrirtækjum sem sæta slitameðferð í samræmi við ákvæði laga nr. 161/2002.
  Þá verður vikið að hugtakinu „málefnaleg skattlagning“ en það hefur einnig verið orðað þannig að skatta verði að leggja á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila eftir almennum og efnislegum mælikvarða. Þá verður fjallað um það á hvaða lagaákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu áskilnaðurinn um málefnalega skattlagningu hvílir. Gert verður grein fyrir álitamálum varðandi endurskoðunarvald dómstóla þegar kemur að því að skera úr um hvort skattareglur laga séu efnislega í samræmi við stjórnarskrá og leitast við að útskýra hvers vegna löggjafanum sé veitt jafn mikið svigrúm eins og raun ber vitni í þessum efnum.
  Þá verður leitast við að gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í því að skattlagning verði að vera málefnaleg svo hún standist stjórnarskrá og verður þar fjallað um hvernig þetta atriði hefur komið fram í réttarframkvæmd og fræðilegri umfjöllun. Þá verður leitast við að skera úr um hvernig skattlagning á skuldir slitabúa fjármálafyrirtækja samræmist þessum atriðum.
  Að lokum verður reynt að draga saman heildræna niðurstöðu við álitaefni þessarar ritgerðar. Ekki verður reynt að komast að einni einhliða niðurstöðu heldur verða talin upp þau atriði sem mæla með og á móti lögmæti bankaskattsins og reynt að skera úr um hvaða atriði vega þyngst við þetta heildarmat.

Samþykkt: 
 • 5.9.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málefnaleg skattlagning og bankaskatturinn.pdf813.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing rag.pdf292.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF