en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2594

Title: 
 • is Birgðir í bókhaldi
Abstract: 
 • is

  Í ritgerðinni er fjallað almennt um birgðir í bókhaldi og þau atriði sem huga þarf að við meðferð þeirra. Greint er frá helstu atriðum sem huga þarf að við meðferð birgða, eins og hvaða bókhaldskerfi félög geta valið og hversu miklu máli skipti að velja það birgðaflæði sem best á við. Rennt er í gegnum þau lög sem fjalla um vörubirgðir og kynnt er regla reikningsskilaráðs um birgðir. Skoðaðir eru þeir alþjóðlegu reikningsskilastaðlar sem félög með skráð bréf á markaði eiga að fara eftir og farið í staðal IAS 2 birgðir.
  Birgðir eru skráðar undir eignum í efnahagsreikningi en kostnaðarverð seldra vara er fært í rekstrarreikninginn. Mikilvægt er að vanda útreikninga á kostnaðarverði seldra vara því þeir útreikningar geta haft mikil áhrif á afkomu félagsins. Fyrir framleiðslu- og verslunarfyrirtæki eru birgðir oft stærsti hluti eigna þeirra og skiptir því miklu máli að meta þær sem réttast. Hægt er að velja milli aðferða við mat á birgðaflæði sem gefa út mismunandi lausnir við útreikninga á kostnaðarverði seldra vara og lokabirgða. Þess vegna þurfa félög að finna þá aðferð sem þeim hentar best.
  Í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga segir að félög skuli meta birgðir við því verði sem lægra reynist, kostnaðarverði eða dagverði. Félög verða að kynna sér þær reglur sem gilda um kostnaðarverð og dagverð því meðal birgða í félögum leynast oft gamlar og jafnvel óseljanlegar vörur.
  Mörgu þarf að huga að við meðferð birgða og verða þess vegna þeir sem meðhöndla birgðir að kynna sér vel þær aðferðir sem eru í boði.

Accepted: 
 • May 12, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2595


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2869_fixed.pdf148.81 kBLockedHeildartextiPDF