is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25951

Titill: 
  • Fjögur manntöl frá 18. öld. Aðdragandi og greining manntalanna 1729, 1735, 1753 og 1762
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um tilurð manntalanna 1729, 1735, 1753 og 1762, gerð þeirra og sérstöðu. Rýnt er í fyrirmælin sem lágu að baki ákvarðanatökunni, aðdragandanum að skráningunni, sjálfri skráningunni og að lokum er rýnt í frumútgáfu manntalanna. Farið var í gegnum skjöl og bréfaskipti á milli embættismanna, innanlands sem og í Danmörku, í aðdraganda manntalanna. Manntölin fjögur voru skráð áður en samræmdar manntalsskráningar hófust í danska konungsríkinu árið 1801. Þau eiga það sameiginlegt að aðdragandi þeirra fléttast inn í stjórnsýslu átjándu aldar. Með tilkomu einveldis breyttist stjórnsýsla danska ríkisins mikið. Danir leituðu fyrirmynda til Þýskalands og bar stjórnsýslan keim af kammeralisma sem þar var ráðandi. Kammeralismi einkenndist m.a. af miðstýringu og nákvæmri skráningu gagna og bera manntölin þess merki. Samfara auknu konungsvaldi einveldistímans komu fram stjórnlagaspekingar sem færðu rök fyrir því hvernig konungar skyldu treysta völd sín sem best. Þar gegndi skráning manntala mikilvægu hlutverki en þau voru talin veita upplýsingar um samsetningu þjóðar, umfang og efnahag. Fram að þeim tíma hafði manntalstaka fyrst og fremst lagt grunninn að skattlagningu.
    Manntölin sem hér eru til umfjöllunar eru afar ólík auk þess sem lítils samræmis gætir í innri gerð þeirra. Fyrirmælin voru oft óljós og skráningin tók því mið af duttlungum hvers skrásetjara fyrir sig. Hér er um einstakar heimildir að ræða sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannaríkjunum. Vegna fjarlægðar landsins frá Danmörku er ljóst að Ísland hefur notið sambærilegrar þróunar í manntalsgerð og finna má í evrópskum nýlendum allt frá síðari hluta sautjándu aldar. Til þess að öðlast skilning á þessum manntölum er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar aðdragandann og sjálf fyrirmælin sem lágu að baki. Manntölin endurspegla þverskurð samfélagsins á þeim tíma sem þau eru skráð en eru einnig lituð af þeim ráðagerðum sem þau spretta úr.

Athugasemdir: 
  • Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í tvö ár.
Samþykkt: 
  • 5.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fjogur_manntol.pdf2.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing.pdf346.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF